Félag Landfræðinga

Stjórn

Stjórn félagsins á aðalfundi 2019 eru:

Formaður                                         Þórhildur Heimisdóttir

Ritari                                                  Ingunn Ósk Árnadóttir

Gjaldkeri                                           Leone Tinganelli

Meðstjórnandi                                 Benjamin Hennig

Meðstjórnandi                                  Susanne Möckel

Meðstjórnandi nemenda              Erla Diljá Sæmundardóttir

Hafðu samband:

landfraedi@landfraedi.is

Hlutverkaskipting stjórnar

# Formaður

Hlutverk formanns er að halda utan um og samræma störf stjórnar, boða fundi og miðla verkefnum til stjórnarmanna og félagsmanna utan stjórnar. Formaður er andlit félagsins út á við ber ábyrgð á samskiptum við félagsmenn sem og aðila utan félagsins og er ábyrgur fyrir störfum félagsins. 

# Varaformaður

Hlutverk varaformanns er að vinna að verkefnum sem Félag landfræðinga ber ábyrgð á, s.s. ráðstefnur, fundi og útgáfumál. Varaformaður er staðgengill formanns.

# Gjaldkeri

Halda utan um alla reikningafélagsins, sem og reikninga viðskipti. Gjaldkeri ber einnig ábyrgð á að senda út innheimtu vegna félagsgjalda á hverju vori og halda utan um hverjir greiða félagsgjöld og hverjir ekki. Einnig hverjir eiga að greiða gjöld og setja reglur og halda utan um undanþágur.

Þeir sem greiða fá Landabréfið sent fyrir jól, aðrir ekki…

# Ritari

– Fundargerðir

Skrifa fundargerðir á stjórnar og aðalfundum félagsins (eða að sjá til að það sé gert ef ritari er ekki til staðar) og halda svo utanum þessar fundargerðir til framtíðar.

– Félagaskrá

Halda utanum félagatal, sjá um uppfærslu heimilisfanga, nýskráningu félagsmanna og slík mál. Einnig inni í þessum lið er skrá yfir viðtakendur Landabréfsins sem ekki teljast félagsmenn innan félagsins (einhverskonar áskrifendur).

– Umsjón með tölvupóstlistum

Sjá um og viðhalda tölvupóstlista félagsmanna og stjórnarmanna. Viðhalda vefföngum og þáttakendum á þessum listum sem og sjá um hverslags síun og ritskoðun á innsendum bréfum.

# Meðstjórnandi

Meðstjórnandi: tekur þátt í almennum félagsstörfum félagsins, sér um að tilkynna/auglýsa ráðstefnur, fyrirlestra og fundi. Sér um ýmis sérverkefni sem falla til og er jafnframt stjórnarmeðlimum innan handar með hin ýmsu verkefni.