Lög

Lög

1. grein
Félagið heitir FÉLAG LANDFRÆÐINGA. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein
Markmið félagsins er:
a)  Að starfa sameiginlega að eflingu fræðigreinarinnar landafræði.
b)  Að efla samvinnu félagsmanna.
c)  Að standa vörð um hagsmunamál og réttindi landfræðinga.

3. grein
Félagi getur orðið hver sá, sem lokið hefur háskólaprófi í landafræði frá viðurkenndum
háskóla, enda samþykki félagsstjórnin upptöku hans. Sé vafi um prófgráðu umsækjanda
skal aðalfundur skera úr um inngöngu hans í félagið. Aukaaðild að félaginu geta þeir
fengið sem eru í landafræðinámi á háskólastigi gegn greiðslu á lægra árgjaldi, sem ákveðið
er á aðalfundi. Aukafélagar hafa málfrelsi og tillögurétt.

4. grein
Fullgildur félagi er sá sem greitt hefur félagsgjöld sín til félagsins fyrir næstliðið ár eigi
síðar en á aðalfundi félagsins. Fullgildur félagi hefur full félagsréttindi, þar með talið
málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt á fundum félagsins. Nú stendur félagi eigi í
skilum á félagsgjöldum, missir hann þá félagsréttindi sín. Undanþegnir félagsgjöldum eru
stjórnarmeðlimir félagsins, félagar eldri en 70 ára og landfræðingar við framhaldsnám.

5. grein
Aðalfund skal halda í marsmánuði ár hvert og skal hann boðaður bréflega með eigi
minna en tveggja vikna fyrirvara. Fastir liðir á dagskrá aðalfundar skulu vera:
a)      Skýrsla formanns.
b)     Að leggja fram endurskoðaða ársreikninga félagsins.
c)      Að kjósa fimm manna stjórn. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn.
Kjörtímabil annarra stjórnarmanna er tvö ár og ganga tveir árlega úr stjórninni.
Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Að auki hafa fulltrúar landfræðinema á
háskólastigi rétt til að tilnefna einn meðstjórnanda, sem aðalfundur samþykkir.
d)      Að kjósa tvo endurskoðendur.
e)      Að ákveða félagsgjöld.
f)       Lagabreytingar.
g)      Önnur mál.

6. grein
Stjórnin er fulltrúi félagsins út á við, en heimilt er henni eða aðalfundi að fela öðrum
að koma fram sem fulltrúi þess í sérstökum tilfellum, ef þurfa þykir. Stjórnin boðar til
félagsfundar þegar henni þykir tilefni til og skylt er henni að boða til fundar þegar sjö
félagsmenn eða fleiri óska þess.

7. grein
Á fundum félagsins ræður afl atkvæða úrslitum mála. Þó verður lögum þess eigi breytt
nema á aðalfundi og því aðeins að 2/3 fundarmanna samþykki breytinguna. Tillögur um
lagabreytingar skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan aðalfund
og skulu þær birtar á heimasíðu og sendar rafrænt til félagsmanna 5 dögum fyrir aðalfund
og síðan teknar formlega fyrir á fundinum.