Markmið og efni / Aims and scope

Megintilgangur með útgáfu Landabréfsins er að efla vísindalegt starf og stuðla að opinni og gagnrýnni umræðu um hvers kyns landfræðileg efni. Tímaritið er vettvangur fyrir birtingu á landfræðilegum rannsóknum og miðlun á öðrum fróðleik og fréttum af landfræðilegum toga. Það er opið fyrir fjölbreyttan hóp höfunda úr mörgum faggreinum og sviðum vísinda auk landfræðinga, enda hafa fjölmörg viðfangsefni landfræðilega vídd. Í tímaritinu birtast greinar sem hafa verið ritrýndar eftir kröfum vísindasamfélagins, en einnig aðrar (óritrýndar) greinar, bókadómar, tilkynningar og fréttir af ráðstefnum eða alþjóðastarfi landfræðinga.

The primary goal of the publishers of Landabréfið – Journal of the Association of Icelandic Geographers is to support scholarly research and provide a forum for critical debates about matters of geographical nature. The journal publishes original geographical research as well as other information and news that are of interest to the geographical community. As numerous issues have a geographical dimension, the journal welcomes submission of articles from across the disciplines. All refereed papers are subjected to peer review according to academic standards. The journal also publishes book reviews, discussions, announcements and news of conferences from the local and international (geographical) community.