Landslag á hreyfingu: Langhlaup um Laugaveginn

Katrín Anna Lund og Anna Dóra Sæþórsdóttir 2008: Landslag á hreyfingu: Langhlaup um Laugaveginn. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 24, 39–50.

ÁGRIP
Í þessari grein velta höfundar fyrir sér samspili manns og umhverfi s í tengslum við langhlaup um „Laugaveginn“, sem haldið er í júlí hvert ár. Hlaupið er eftir 55 km langri gönguleið, frá Landmannalaugum í Þórsmörk, þar sem þeir fráustu hafa verið um fjóra og hálfan tíma á leiðinni. Greinin byggir á viðtölum sem tekin voru við hlaupara á endastöð hlaupsins í Þórsmörk árið 2007. Markmið með rannsókninni var að skoða hvernig hlauparar tengjast náttúru og landslagi á leið sinni yfir hálendið sérstaklega í ljósi þess sem haldið hefur verið fram að það séu athafnir og hreyfingar líkamans í landslaginu sjálfu sem skapi upplifun og sýn fólks af því. Höfundar leitast við að svara spurningum um hvernig þetta tiltekna landslag, sem margir upplifa sem „ósnortin víðerni“, skapi tilfinningu fyrir fjarlægð og uppruna og hvernig hlauparar skynja umhverfið í því samhengi í ferli hlaupsins.

Lykilorð: Laugavegurinn, langhlaup, landslag, ósnortin víðerni, líkami og skynjun.

ABSTRACT
Landscape in motion: the Laugavegur ultramarathon
This article examines the interaction between humans and the environment in relation to the long-distance run through Laugavegur which takes place in July every year. The run follows a 55 km long hiking route, from Landmannalaugar to Þórsmörk, but the fastest runners complete the distance in just over 4 hours. The article is based on interviews carried out with runners at the end of the run in Þórsmörk in 2007. One of the research’s goal was to look at how the runners relate to nature and landscape in the course of the run bearing in mind views which state that how we experience and perceive landscape is the result of our physical activities and motion in landscape. We examine questions about how this particular landscape, that has been defi ned as “wilderness”, creates a sense for distance and origin and how runners sense the environment in that context whilst running through it.

Keywords: Laugavegur, ultramarathon, landscape, wilderness, body and sensual experience.