Búseta innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu

Jórunn Íris Sindradóttir og Magnfríður Júlíusdóttir 2008: Búseta innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 24, 322.

ÁGRIP
Í þjóðfélagsumræðu um málefni innflytjenda hafa heyrst áhyggjuraddir vegna fjölda þeirra í ákveðnum hverfum í Reykjavík, en minna hefur verið rætt og rannsakað hvernig aðstæður þeirra eru almennt á húsnæðismarkaði. Víst er að húsnæði er misskipt auðlind og vakti ör fjölgun innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu upp spurningar um hvar og hvernig þeir búi. Í greininni er skýrt frá niðurstöðum kortlagningar á búsetudreifingu erlendra ríkisborgara eftir skólahverfum á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2005. Í rannsókninni voru einnig tekin viðtöl við innflytjendur um reynslu þeirra af björgum og hindrunum á húsnæðismarkaði og velt upp spurningum um mögulega mismunun varðandi aðgengi að góðu húsnæði. Niðurstaða kortlagningar innar er að finna má vísi að aðskilnaði og samþjöppun erlendra ríkisborgara og íbúasamsetning innflytjenda þéttustu hverfanna er fjölþjóðleg. Líklegast er að um ósjálfviljuga samþjöppun sé að ræða, sem tengist fyrst og fremst fjárhagslegum björgum innflytjenda. Búseta erlendra ríkisborgara er oft í dýru og rýru leiguhúsnæði í starfsmannabúðum og á almennum markaði og erfi tt getur verið að fjármagna kaup á eigin húsnæði.

Lykilorð: Innflytjendur, erlendir ríkisborgarar, búsetumynstur, aðskilnaður, Reykjavík.

ABSTRACT
Residential patterns of immigrants in the greater Reykjavík area
Concerns about increasing numbers of immigrants in certain neighbourhoods in Reykjavík have been raised in recent debates on immigration. At the same time the housing conditions, more generally, of immigrants in Iceland has been little researched and discussed. Housing is not an evenly distributed resource, and the rapid increase in the immigrant population in the greater Reykjavík area opens up questions about where and how they reside. This article presents the first mapping of the residential pattern of foreign citizens by school district in the greater Reykjavík area. Furthermore, immigrants’ views and experiences in the housing market were gathered through interviews. The mapping of residential patterns indicates an emerging tendency towards segregation and concentration of foreign citizens in the urban area. However, the concentration in certain districts is low and the composition of the most immigrant-dense districts is multiethnic. In the Icelandic context of predominantly private housing market and immigrants’ position in the lower segments of the labour market, we claim the emerging segregation to be involuntary and primarily a consequence of the immigrants’ limited financial resources. Foreign citizens in the greater Reykjavík area are frequently living in relatively expensive rental housing with regard to quality, both in special dormitories for guestworkers and in the private housing market.

Keywords: Immigrants, residential patterns, segregation, Reykjavík.