Náttúrutengsl og upplifanir ferðamanna á Íslandi: Fjögur tengslamynstur vellíðunar

Gunnþóra Ólafsdóttir 2008: Náttúrutengsl og upplifanir ferðamanna á Íslandi: Fjögur tengslamynstur vellíðunar. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 24, 51–76.

ÁGRIP
Þessi grein birtir niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á heilunaráhrifum ferðalaga um náttúruleg svæði. Breskir ferðamenn í tveimur skipulögðum hópferðum til Íslands voru til rannsóknar. Kannað var ferlið frá draum ferðamannsins um að fara í ferðina, ferðalagið sjálft og aftur heim í hið venjubundna líf. Greint var aðdráttarafl náttúru Íslands og ferðalaganna. Tengslakenningum fyrirbærafræðinnar var beitt til að rannsaka hvernig ólíkir ferðamátar – ganga og akstur – leiddu ferðamenn og náttúruna saman á síbreytilegan hátt og hvernig tengslin höfðu áhrif á hvernig fólk skynjaði náttúruna, sjálft sig og líðan sína. Niðurstöður sýna að skynjuð líðan er ætíð einstaklingsbundin og tengd ákveðnum stað og tíma. Endurnýjunaráhrifin byggðust á því að geta séð sjálfa sig og aðstæður sínar í jákvæðu ljósi; hafa frelsi til að hreyfa sig og tjá tilfinningar sínar óheft með náttúrunni. Dýpstu hughrifin fengust þegar athyglin færðist yfir á náttúruna og hugarfarið endurspeglaði heildarhyggju. Merki fundust um djúp tengsl á milli siðfræðilegs eðlis hugarfarsins og þess að blómstra sem manneskja.

Lykilorð: Tengsl náttúru og samfélags, heilunaráhrif náttúrunnar, iðja, hrif, siðfræði, íslensk ferðaþjónusta.

ABSTRACT
Relating to nature in Icelandic tourism: four relational patterns of wellbeing
This paper reports findings from an ethnographic study of the enchanting and healing affordances of ‘being-in-nature’. Two British-based organised tours to Iceland were under study. Deploying a conceptual framework drawn from phenomenology and non-representational theory, the study engaged with the creative interaction between landscape, technology and the travelling body, and reports how walking and driving allowed certain yet different access and responses to nature as part of tourism, as dream, as affect, as ‘afterlife’. Findings show that therapeutic affects of being-in-nature were person-specific yet relational. They depended on nature’s performance and what the individual gave to the relations. The study identified that the therapeutic affect seems to be rooted in positive egocentric relations with nature when either celebrating personal abilities and situations, or having the freedom for unhindered movement and expression of feelings. Yet the most moving moments were based on relations with nature from an ecocentric ethical stance. Indeed there are indications that suggest deep connections between ethical mindfulness and human flourishing.

Keywords: nature-society relations, therapeutic landscapes, human practices, affect, ethics, Icelandic tourism.