Varðveisla fjarkönnunargagna á Íslandi og miðlun upplýsinga um þau

Þorvaldur Bragason og Guðrún Gísladóttir 2007: Varðveisla fjarkönnunargagna á Íslandi og miðlun upplýsinga um þau. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 23, 3–24.

ÁGRIP
Fjarkönnunargögn, einkum loftmyndir og gervitunglagögn, eru ómetanlegar heimildir um yfirborð jarðar og breytingar í tíma og rúmi. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að kanna umfang, skráningu og varðveislu fjarkönnunargagna á Íslandi og leggja til aðferð til að skrá fjarkönnunargögn. Aflað er yfirlits yfir helstu söfn loftmynda og gervitunglagagna á Íslandi, stærð þeirra og gerð og hvernig skráningu, öryggismálum og varðveislu þeirra er háttað. Einnig er ástand safnanna metið, aðgengi að eldri gögnum skoðað og viðhorf stjórnenda og starfsmanna til upplýsingamiðlunar kannað. Niðurstöður sýna að þrjú meginsöfn loftmynda geyma um 172.000 myndir allt frá árinu 1937, en nýjasti hluti loftmyndafilmanna er varðveittur erlendis. Nokkrar opinberar stofnanir hafa aðgang að eða varðveita gervitunglagögn á stafrænu formi, þær elstu frá árinu 1972 alls tæplega 1000 myndir, þar sem fimmtungur er frá landkönnunargervitunglum. Skráning er almennt takmörkuð og ósamræmd, öryggi gagna er ótryggt og aðstæður til varðveislu slæmar. Afritunarmál eru misjöfn, allt frá því að vera vönduð yfir í að vera slæm, en áhugi er á samstarfi um samræmingu og bætta upplýsingamiðlun um gögnin. Lagt er til að bætt verði úr aðgengi, öryggi og varðveislu fjarkönnunargagna á Íslandi og að þau verði skráð eftir samræmdri stigskiptri flokkun.

Lykilorð:  Fjarkönnun, gervitunglagögn, loftmyndir, aðgengi gagna, skráning, varðveisla.

ABSTRACT
Preservation of remote sensing data in Iceland and access to information about them
Remote sensing data, particularly aerial photographs and satellite data, are invaluable sources of information about the earth’s surface and changes over time and space. The aim of the research presented here is to determine the scope, cataloguing and preservation of remote sensing data in Iceland, and to propose a method for cataloguing this data. Work focused on providing an overview of the main archives for aerial photographs and satellite data in Iceland, including their size and type, as well as how data cataloguing, security and preservation are structured. The status of the archives is evaluated, access to older data examined and the attitude of managers and staff members to information access surveyed. Results show that three main archives of aerial photographs contain about 172,000 images dating from 1937, with the most recent part preserved outside Iceland. Several state agencies have access to or preserve almost 1000 satellite images in digital form, the oldest dating from 1972, of which about 20% are from earth resources satellites. Cataloguing is generally limited and uncoordinated, data security is unsafe and conditions for preservation are poor. Scanning quality ranges from good to bad, but there is interest in forming cooperation to standardise procedures and improve the distribution of information about data. It is proposed that improvements be made regarding the access, security and preservation of remote sensing data, and that they be catalogued according to a three-step method.

Keywords: Remote sensing, satellite data, aerial photographs, data access, cataloguing, preservation.