Nálægð á tímum hnattvæðingar: Dæmi úr hugbúnaðargeiranum í Chennai á Indlandi

Hjalti Nielsen 2007: Nálægð á tímum hnattvæðingar: Dæmi úr hugbúnaðargeiranum í Chennai á Indlandi. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 23, 43–56.

ÁGRIP
Í umræðunni um klasasamstarf og samkeppnisforskot fyrirtækja, svæða og þjóða hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að mikilvægi þekkingarsköpunar. Í greininni er skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á mikilvægi landfræðilegrar nálægðar fyrir þekkingarsköpun nokkurra hugbúnaðarfyrirtækja í Chennai á Indlandi. Helstu niðurstöður eru þær að landfræðileg nálægð við tengda aðila er mjög mikilvæg, sérstaklega þegar horft er til aðgangs fyrirtækjanna að hæfu starfsfólki og þeirrar reynslu og þekkingar sem skapast vegna starfsmannaveltu í hinu staðbundna rými. Af sömu ástæðum skapa samskipti eingöngu við utanaðkomandi aðila ekki fullnægjandi skilyrði til þekkingarsköpunar. Hið staðbundna rými og landfræðileg nálægð fyrirtækja er enn mikilvægt, þrátt fyrir hnattvæðinguna.

Lykilorð: Landfræðileg nálægð, þekking, nýsköpun, Chennai, Indland, hugbúnaðarfyrirtæki

ABSTRACT
Proximity in the era of globalisation: An example from the IT-sector in Chennai, India
The debate on the importance of clusters in the context of competitive advantage of firms, regions or nations has recently turned towards the importance of knowledge creation. This article discusses the importance of geographical proximity for IT-companies in Chennai, India, in the context of their knowledge creation. The main conclusion is that geographical proximity to similar firms and other related actors is very important, especially access to skilled workers and the experience and advanced knowledge that is created because of the local labor mobility. For the same reason, external connections do not provide all the necessary conditions for innovation or creation of new knowledge. The local space and geographical proximity of fi rms is still important, in spite of globalisation.

Keywords: Geographical proximity, knowledge, innovation, Chennai, India, IT-companies