Sögulegur fólksfjöldi á Íslandi – Ný nálgun með tilliti til burðargetu lands

Hörður V. Haraldsson og Rannveig Ólafsdóttir 2007: Sögulegur fólksfjöldi á Íslandi – Ný nálgun með tilliti til burðargetu lands. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 23, 57–66.

ÁGRIP
Talið er að fólksfjöldi hér á landi hafi haldist í kringum 50.000 allt frá landnámi fram á miðja nítjándu öld. Viðtekin skoðun er að landið hafi ekki getað brauðfætt fleiri. Í þessari grein er lagt mat á sögulegan fólksfjölda á Íslandi með því að meta burðargetu lands. Stuðst er við nýjar nálganir sem byggjast á aðferðafræði kerfi shugsunar og kerfi safl fræði til að reikna út burðargetu lands og hve mikinn fólksfjölda landið gat mögulega brauðfætt á sjálfbæran hátt fyrir og eftir landnám norrænna manna. Jafnframt eru áhrif landhnignunar á sjálfbæran fólksfjölda metin. Niðurstöðurnar gefa til kynna að ef allt tiltækt land hefur verið nýtt á sjálfbæran hátt á miðöldum, hefur íslensk náttúra getað brauðfætt fólksfjölda á milli 40.000 og 80.000. Líkanaútreikningar sýna enn fremur að landhnignun minnkar mögulegan heildarlífmassa, sem aftur minnkar burðargetu lands. Hins vegar benda niðurstöður útreikninganna til þess að landhnignun hafi haft óveruleg áhrif á burðargetu landsins fyrir fólksfjölda þar sem hún hefur mest áhrif á hálendi, en vetrarforði og vetrarbeit eru fengin frá láglendi. Hafi sögulegur fólksfjöldi hins vegar á einhverjum tímabilum farið yfir 100.000 hefur hann mögulega farið yfir burðargetu landsins.

Lykilorð: Kerfisaflfræði, gróðurþekja, lífmassi, burðargeta, sjálfbær fólksfjöldi, Ísland.

ABSTRACT
Historical population in Iceland simulated from dynamic biological production
It is believed that the population in Iceland fluctuated around 50.000 inhabitants from the beginning of the recorded Viking settlement in 874 to the beginning of the 20th century. Conventional views reflect that the Icelandic environments could not support higher population. In this paper a simple approach is being used to evaluate the carrying capacity for the human population that the pre-industrial Icelandic environment could sustain. A model based upon dynamic biological production available for livestock was constructed that simulated the population size during the pre-industrial period. The results indicate that the potential population that the environment could ultimately sustain fluctuated between 40–80 thousands. The biological production in lowlands during the simulated period was at most marginally affected by erosion, implicating the severe land degradation experienced after the settlement period had a marginal impact on the population size. The historical population did however overshoot the natural sustainability on few occasions.

Keywords: System dynamics, vegetation cover, biomass, carrying capacity, sustainable population, Iceland.