Hundalíf í borg: Reykjavík sem rými dýra og manna

Eva Dögg Kristjánsdóttir og Karl Benediktsson 2007: Hundalíf í borg: Reykjavík sem rými dýra og manna. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 23, 25–42.

ÁGRIP
Áhugi landfræðinga á sambandi fólks og dýra hefur aukist í seinni tíð. Líf dýra í borgum er meðal þeirra viðfangsefna sem tekin hafa verið til athugunar af talsmönnum hinnar nýju „dýralandfræði“. Í greininni er fjallað stuttlega um þessar nýju áherslur, en síðan kynntar niðurstöður rannsóknar á rými hunda í miðborg Reykjavíkur. Tekin voru viðtöl við hundaeigendur og sömuleiðis við fólk sem ekki heldur hund. Báðir hópar reyndust jákvæðir í garð veru hunda í borginni, en hundaeigendur finna fyrir skorti á svæðum þar sem hundar geta verið frjálsir. Hundaskítur og hávaði eru það sem helst hrellir hundlausa, og jafnvel hundeigendur líka. Greininni lýkur með hugleiðingum um borgarskipulagsfræði með tilliti til fjölbreytni mannlífs og dýralífs.

Lykilorð: Reykjavík, hundahald, dýralandfræði, borgalandfræði, skipulagsfræði.

ABSTRACT
A dog’s life in the city:Reykjavík as a space of animals and humans 
The interest by geographers in human-animal relations has increased in recent years. The life of animals within cities is among the themes discussed by those promoting the ‘new animal geography’. The paper briefly introduces these new approaches and then presents the results of a study about the spaces of dogs in central Reykjavík. Dog owners were interviewed, as well as people who do not have a dog. Both groups were found to be positive towards dogs living in the city, but dog owners complain that there are few spaces where the dogs can run free. Dog excrement and noise are the issues that most bother those who not have a dog, and dog owners in fact too. The paper concludes with thoughts about urban planning that is sensitive to the diversity of human and animal life.

Keywords: Reykjavík, dogs, animal geography, urban geography, planning