Aðgengi að landfræðilegum gögnum og viðhorf notenda til lýsigagnavefs Landlýsingar

Þorvaldur Bragason og Guðrún Gísladóttir 2006: Aðgengi að landfræðilegum gögnum og viðhorf notenda til lýsigagnavefs Landlýsingar. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 22, 49–66.

ÁGRIP
Útgáfa og aðgengi landfræðilegra gagna hefur aukist mjög á liðnum áratugum, einkum með tilkomu landupplýsingakerfa og veraldarvefsins. Ólíkar vinnsluaðferðir og mismunandi form gagna hafa kallað á alþjóðlega samvinnu um gerð staðla og notkun lýsigagna og sérstakar lýsigagnavefsíður hafa verið settar upp á veraldarvefnum til að bæta upplýsingamiðlun um stafrænar landupplýsingar. Markmið þeirrar rannsóknar sem lýst er í greininni var að kanna viðhorf og notkun starfsmanna stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja á íslenska lýsigagnavefnum Landlýsingu og meta mikilvægi samræmdra lýsigagna. Lagðir voru spurningalistar fyrir stjórnendur, landupplýsingasérfræðinga og safnasérfræðinga. Rannsóknin leiddi í ljós að landfræðileg lýsigögn og Landlýsing eru gagnleg bæði fyrir notendur og framleiðendur landfræðilegra gagna og vel til þess fallin að draga úr tvíverknaði. Svarendur töldu Landlýsingu hvorki þekkta meðal þeirra sem vinna með landfræðileg gögn né meðal almennings. Notkun vefsíðunnar er ekki mikil og hún þarfnast breytinga miðað við nýja tækni við framsetningu upplýsinga á Netinu. Meirihluti svarenda telur að skráning landfræðilegra lýsigagna eigi að vera samstarf sérfræðinga á sviði landupplýsinga og safnamála. Þar sem þátttakendur telja Landlýsingu mikilvæga, þrátt fyrir litla notkun, þarf verkefnið að fá meiri kynningu og sterkari ímynd til að notkunin aukist, en hugsanlegt er að framsetning höfði ekki til þátttakendanna og að efnið sé of sérhæft fyrir þá sem ekki starfa að jafnaði við landfræðileg gögn.

Lykilorð: Lýsigögn, landupplýsingar, landfræðileg gögn, upplýsingaaðgengi, Landlýsing.

ABSTRACT
Access to geographical information and users’ views regarding the Landlýsing metadata website. The publication of and access to geographical data have increased greatly in past decades, especially with the advent of geographical information systems and the World Wide Web. Different processing methods and data formats have called for international cooperation on the standardisation and use of metadata, and special metadata webpages have been set up to improve the dissemination of information about digital geographical information (GI). The goal of the research described in the article is to investigate attitudes among employees of organisations, municipalities and companies toward the Icelandic metadata web Landlýsing, together with their use of this web, and to evaluate the importance of standardised metadata. Questionnaires were administered to managers, GI specialists and librarians. The research revealed that geographical metadata and Landlýsing are valuable to both users and producers of geographical data and are well suited to prevent the duplication of efforts. The respondents thought that Landlýsing was not well known amongst those working with geographical data, nor to the general public. Its use is limited and it requires changes, given new technology for the presentation of information on the Internet. A majority of the respondents thought that the cataloguing of geographical metadata should be a collaboration between GI specialists and librarians. Since participants regard Landlýsing as important despite little use, the webpage must get more publicity and a stronger image to increase its use. Possibly the webpage presentation of the content does not appeal to the participants, and the content is too specialised for those not usually working in the fi eld of GI.

Keywords: Metadata, geographic information, geographic data, information access, Landlysing