Nýtt landnám – landnám óbyggðanna

Marion Lerner 2006: Nýtt landnám – landnám óbyggðanna. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 22, 21–35.

ÁGRIP
Á þriðja og fjórða áratug 20. aldar átti sér stað mikil hreyfing í ferðamálum á Íslandi. Áhugamenn um ferðamennsku – sem flestir voru einnig miklir áhrifamenn í íslensku samfélagi á þeim tíma – stofnuðu ferðafélög og lögðu sig fram um að koma öflugu útgáfu- og þýðingastarfi í gang. Tilgangur þessarar starfsemi var að auka þekkingu landsmanna á landafræði og sögu Íslands en í huga frumkvöðlanna er það nátengt því að efla ættjarðarást og þjóðarstolt Íslendinga. Athyglin beindist sérstaklega að þeim hlutum landsins sem fram að þessu virtust ekki að hafa haft neina jákvæða merkingu fyrir Íslendinga heldur táknuðu frekar hið framandi og ógnandi. Öræfi landsins voru enn ónumin og næstum því óþekkt. Með því að ráðast í ferðir, skrifa bækur og upplýsingarit sem og ferðasögur hófu framámenn þessarar hreyfingar nýtt landnám á Íslandi: landnám óbyggðanna. Í þessari grein verður leitast við að færa rök fyrir þessu landnámi og afmarka tímabilið frá lok þriðja áratugar 20. aldar fram að lokum þess sjöunda þegar nútímaferðamennska fór að ryðja sér til rúms á Íslandi.

Lykilorð: Ferðamennska, ferðabækur, ferðasögur, ferðafélög, landnám, óbyggðir.

ABSTRACT
A new settlement – of the wilderness
In the 1920s and 1930s great changes took place in domestic tourism in Iceland. A group of Icelanders interested in traveling in their own land – most of whom were also infl uential in Icelandic society – founded a travel club and put a lot of effort into publishing travel books about Iceland and translating works which had previously been available only in foreign languages. Their goal was to increase Icelanders’ knowledge of the country’s geography and history, and for these pioneers this was closely connected to the goal of boosting Icelanders’ patriotism and national pride. Special attention was paid to those parts of the country whose image among Icelanders was not positive but rather threatening and otherworldly. Iceland’s barren highlands were at that point little explored or documented. By organizing trips and then writing books, reference works, and travel accounts, the leaders of this movement brought about a kind of new Age of Settlement in Iceland, focused
on the empty highlands. This article attempts to trace the roots and causes of the movement, and to define the period (from the end of the 1920s to the end of the 1960s) when modern tourism began to expand in Iceland.

Keywords: Tourism, travel books, travel accounts, touring clubs, settlement, highlands.