Í jöklanna skjóli: Hugleiðingar um steinvölur

Edward H. Huijbens 2006: Í jöklanna skjóli: Hugleiðingar um steinvölur. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 22, 67–84.

ÁGRIP
Þessi grein er tilraun til að reyna að brúa það bil sem myndast hefur milli náttúrulandfræði og mannvistarlandfræði. Tekið er dæmi af rannsóknaraðferðum í landmótunarfræði jökla og sýnt hvernig þessar aðferðir opna fyrir mun stærri verufræðilegar spurningar um samband einstaklinga og náttúru. Þessum spurningum er reynt að svara með vísan til hrifningar af fyrirbærum náttúrunnar og af hverju slík hrifning gæti hugsanlega stafað. Niðurstaðan er sú að hluti hrifningar stafi af því þegar óendanlegir möguleikar á skilningi og skynjun fortíðar og framtíðar koma saman á augnabliki vitundar. Þannig er rökstutt í greininni að starf vísindamannsins, sem snýst um að greina, skilgreina og skýra fyrirbæri náttúrunnar, er drifi ð áfram af hrifningu fyrir þeim óendanlegu möguleikum sem felast í þeim.

Lykilorð: Landmótunarfræði jökla, fyrirbærafræði, síð-formgerðarhyggja, jökulurð, Sólheimajökull.

ABSTRACT
A glacial encounter : thoughts about pebbles
This article is an approximation towards bridging the existing gap between physical and human geography. Examples are taken from research methodology in glacial geomorphology and established how these methods relate to larger ontological questions about human relations with nature. An attempt will be made to answer these questions with reference to the fascination with natural phenomena, and whence this fascination possibly stems. The conclusion is that a part of this fascination stems from the infinite possibilities of sensing and understanding the past and future as they collide in a moment of cognition. Thus the article argues that the work of the scientist, which is about analysing, defining and explaining natural phenomena, is driven by the fascination for the infinite potential that resides in such phenomena.

Keywords: Glacial geomorphology, phenomenology, post-structuralism, glacial till, Sólheimajökull.