Skipulag náttúruferðamennsku með hliðsjón af viðhorfum ferðamanna

Anna Dóra Sæþórsdóttir 2006: Skipulag náttúruferðamennsku með hliðsjón af viðhorfum ferðamanna. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 22, 3–20.

ÁGRIP
Í þessari grein eru bornar saman skoðanir ferðamanna á sex náttúruskoðunarstöðum hér á landi; Mývatnssveit, þjóðgörðunum í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum og hálendisstöðunum Landmannalaugum, Langasjó og Lónsöræfum. Varpað er ljósi á þann breytileika sem er í ferðamennsku á þessum svæðum og náttúruupplifun gestanna. Greint er frá hvaða ferðamenn sækja staðina heim og borin saman ferðahegðun þeirra er, ánægja og óskir um uppbyggingu og þjónustu. Jafnframt er leitast við að sýna hvernig hægt er að nota rannsóknir sem þessar, hugmyndafræðina sem liggur að baki hugtakinu þolmörk ferðamennsku, afþreyingarrófi ð og viðhorfskvarðann við skipulag náttúruferðamennsku og markaðssetningu á hinum ólíku ferðamannastöðum. Niðurstaðan er að þessi líkön geti nýst vel til að skipuleggja náttúruferðamennsku hér á landi. Með hjálp viðhorfskvarða og afþreyingarrófsins má t.d. sjá að fyrir þau svæði hálendisins þar sem litlu hefur verið raskað eru náttúrusinnar sá markaðshluti sem býður upp á mesta möguleika sem markhópur. Ánægja þeirra eykst ekki með því að byggja staðina frekar upp og auka þjónustuna, heldur með því að halda svæðunum eins náttúrulegum og kostur er. Ferðamannastaðir í byggð eiga aftur á móti að gera enn betur en nú er gert og bæta þjónustu og innviði til að mæta kröfum þeirra sem þangað koma.

Lykilorð: Náttúruferðamennska, náttúrusinnar, þjónustusinnar, viðhorfskvarði, afþreyingarróf, þolmörk ferðamennsku.

ABSTRACT
The planning of nature based tourism with regard to tourist attitudes
This paper compares the opinions of tourists at six nature destinations in Iceland; at Mývatn, the national parks Skaftafell and Jökulsárgljúfur and the highland destinations Landmannalaugar, Langisjór and Lónsöræfi . The focus is on the variability in tourism at these destinations and how the visitors experience nature differently. The study analyzes which types of tourists visit the different areas, the travel patterns are examined, their wishes for infrastructure are compared, and their satisfaction with available services is analyzed. On this basis, and using the concept of Tourism Carrying Capacity, the Recreation Opportunity Spectrum, and the ideology of the Purist Scale, suggestions are put forward about how to plan and market nature tourism for the various destinations. The conclusion is that these methods can be useful when planning nature tourism in Iceland. For example, they show that in those parts of the highlands where few changes have been made to the natural environment, purists are the natural target group. Their satisfaction does not increase with more infrastructure and services; on the contrary they prefer to travel in as natural an environment as possible. Travel destinations in the lowland areas should on the other hand invest further in infrastructure and services, thereby catering better for the needs of the urbanists that visit them.

Keywords: Nature-based tourism, purists, urbanists, purist scale, recreation opportunity spectrum, tourism carrying capacity.