Vísbendingar um gróðurfarsbreytingar á Hólsfjöllum í ljósi örnefna

Anna Bragadóttir og Guðrún Gísladóttir 2006: Vísbendingar um gróðurfarsbreytingar
á Hólsfjöllum í ljósi örnefna. Landabréfið – Tímarit Félags landfræðinga 22, 85–97.

ÁGRIP
Greint er frá rannsókn þar sem markmiðið var að meta gróðurbreytingar á Hólsfjöllum á Norðausturlandi í ljósi örnefna. Í þeim tilgangi voru öll örnefni sem varðveitt eru í örnefnaskrám af svæðinu yfirfarin með tilliti til þess hvort þau vísuðu til gróðurfars. Vettvangsathugun var gerð á viðkomandi svæðum og ástand landsins metið. Merking orðliða örnefnanna og niðurstöður vettvangsathugana voru borin saman til að meta hvernig gróðurfar hefði þróast. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að syðst og vestast á Hólsfjöllum hefur orðið mest röskun á gróðurfari. Orðliðurinn -gígur, í merkingunni „melgígur eða foksandshóll með melgresi (Leymus arenarius)“, kemur þar oftast við sögu en við vettvangsathugun kom í ljós að þeir eru nú horfnir og eftir er lítt gróið land sem hefur hnignað frá nafngift. Framfarir hafa orðið á gróðri um miðbik svæðisins í nágrenni núverandi byggðar þar sem orðliðirnir -torfa, sem vísar til rofabarða og -leira, í merkingunni „ógróið svæði hulið leireðju“ koma oftast fyrir. Þar hefur sjálfgræðsla lokað moldarbörðum og víðir (Salix sp.) vaxið upp á áður örfoka landi.

Lykilorð: Hólsfjöll, örnefni, gróðurfar, gróðurhnignun, melgígur.

ABSTRACT
Place-names as vegetation indicators in Hólsfjöll
The purpose of this study is to use place names as indicators of landscape changes, especially those related to vegetation, at Hólsfjöll in Northeast Iceland. All place name files for Hólsfjöll from the Place-Name Institute of Iceland were analysed. The names that had any relationship to vegetation or barren land were used in the study. Those names were located with a GPS and the subsequent present condition of the area evaluated, hence the vegetation changes. The results indicate a very dynamic landscape. Land degradation has taken place both in the southern and western part of Hólsfjöll. The suffix -gígur, meaning “sand dune with lyme-grass (Leymus arenarius)”, occurs often on presently barren land. North of the inhabited area, the vegetation has improved where the name or suffix -torfa- meaning “escarpments (rofabarð)” and -leira meaning “unvegetated fine-textured area”, often occur. In these areas natural plant succession has closed former escarpments (rofabarð) and in several areas willows (Salix sp.) have naturally reclaimed former deserted areas.

Keywords: Hólsfjöll, place-names, vegetation, land degradation, sand dune.