Vatnajökulsleiðangur J.P. Kochs 1912

Vigfús Geirdal 2012: Vatnajökulsleiðangur J. P. Kochs 1912. Landabréfið  Journal of the Association of Icelandic Geographers 26, 3–25.

ÁGRIP
Í greininni er fjallað um leiðangur sem farinn var árið 1912 upp á Vatnajökul til undirbúnings stærri leiðangri yfir þveran Grænlandsjökul. Byggt er á þremur meginheimildum og hafa tvær þeirra ekki verið aðgengilegar áður: dagbækur leiðangursstjórans J.P. Koch og þýska vísindamannsins Alfreds Wegeners, sem seinna varð þekktur sem höfundur landrekskenningarinnar. Einnig er byggt á ferðasögu Vigfúsar Sigurðssonar, Um þvert Grænland, íslenska þátttakandans í leiðangri fjögurra manna yfir Grænland 1912–1913. Ferðin er rakin áfanga fyrir áfanga, allt frá Akureyri til Esjufjalla í sunnanverðum Vatnajökli, og til baka. Leitast er við að sýna mismunandi sjónarhorn þessara þriggja ólíku heimildarmanna – höfuðsmanns í danska hernum og kortagerðarmanns; þýsks veðurfræðings og háskólakennara; og íslensks bónda sem engrar skólagöngu hafði notið. Ferðin gekk í aðalatriðum að óskum. Íslenskir hestar sem reyndir voru skiluðu hlutverki sínu vel og voru notaðir í Grænlandsleiðangrinum í framhaldinu. Íslenskir jarðvísindamenn hafa lengi hallast að því að Wegener hafi ekki áttað sig á mikilvægi miðhálendis Íslands fyrir hina nýju landrekskenningu sína, enda hafi hann ekki verið jarðfræðingur að mennt. Dagbók hans leiðir hins vegar í ljós að hann tók eftir ýmsu sem féll vel að landrekskenningunni þótt hann gerði ekki mikið úr því, ef til vill til að forðast árekstur við ríkjandi viðhorf lærðra jarðfræðinga.

Lykilorð: Vatnajökull, Ódáðahraun, Askja, J. P. Koch, Alfred Wegener, Vigfús Sigurðsson.

ABSTRACT
Captain J. P. Koch’s Vatnajökull Expedition in 1912
The article describes an expedition that was undertaken in 1912 up to the Vatnajökull ice cap, in preparation for a longer expedition that involved crossing Greenland‘s ice sheet. Three main sources are used, two of which have not been easily accessible before: the diares of expedition leader Captain J. P. Koch and Alfred Wegener, later celebrated as the author of the theory of continental drift. The third source is the book Um þvert Grænland (Crossing Greenland) by Vigfús Sigurðsson, the Icelandic member of a group of four who crossed Greenland in 1912–1913. The article traces the progress of the journey, from the town of Akureyri to the Esjufjöll nunataks in southern Vatnajökull and back. The different views of these three men – a Danish military officer and cartographer; a German scientist and university teacher; and an Icelandic farmer and a labourer with no school education at all – are highlighted. The expedition was largely successful. Icelandic horses that were tried for carrying supplies and personnel proved reliable and were used in the Greenland expedition that followed. Icelandic geologists have long believed that Wegener, who was not a trained geologist, travelled through the central highland of Iceland unaware of its importance for his new theory of continental drift. However, his diary reveals that he noticed several characteristics that supported his theory even if he did not emphasise this, perhaps to avoid confrontation with the prevailing paradigm among professional geologists at the time.

Lykilorð: Vatnajökull, Ódáðahraun, Askja, J. P. Koch, Alfred Wegener, Vigfús Sigurðsson.

PDF     Efnisyfirlit/List of Contents