Breytingar á útbreiðslu og þéttleika birkiskóglendis á jörðum í nágrenni Heklu 1987–2012

Friðþór Sófus Sigurmundsson, Höskuldur Þorbjarnarson, Guðrún Gísladóttir & Hreinn Óskarsson 2012: Breytingar á útbreiðslu og þéttleika birkiskóglendis á jörðum í nágrenni Heklu 1987–2012. Landabréfið  Journal of the Association of Icelandic Geographers 26, 27–39.

ÁGRIP
Mikill áhugi hefur verið á því undanfarna áratugi að auka útbreiðslu birkiskóga, ekki síst á illa förnu landi. Mikilvægt er að skilja við hverskonar aðstæður skóglendi breiðist út eða dregst saman og hvaða þátt uppgræðsla og friðun á í því ferli. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er kynnt var að kanna breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu og þekju birkiskóga í nágrenni Heklubæja beggja megin Ytri-Rangár nyrst á Rangárvöllum og í Landsveit 1987–2012 og að meta helstu ástæður breytinganna. Útbreiðsla og þekja skóglendis var kortlagt eftir litloftmyndum frá árinu 1987 og 2006 og matið sannreynt og uppfært á vettvangi. Niðurstöður sýndu að birkiskóglendi hafði aukist um ríflega 27% á tímabilinu. Helstu ástæður meiri útbreiðslu skóglendis eru beitarstýring, fækkun sauðfjár, friðun skóga og uppgræðslustarf landeigenda og Landgræðslu ríkisins. Þá hafa veðurskilyrði verið gróðri afar hagstæð og góð fræár birkis verið algeng á tímabilinu sem rannsóknin nær yfir. Birki hefur breiðst töluvert út á landi sem bændur hafa grætt upp á síðustu árum. Með áframhaldandi uppgræðslu og beitarstjórnun má enn frekar auka útbreiðslu birkiskóga á svæðinu svo fremi sem aðrar ytri aðstæður séu hagstæðar.

Lykilorð: Birki, loftmyndir, landfræðileg upplýsingakerfi, uppgræðsla, loftslagsbreytingar.

ABSTRACT
Changes in birch woodland distribution and density on farm properties near the volcano Hekla 1987–2012
Birch woodland reclamation in Iceland has gained general interest over the past decades, especially on degraded landscapes. It is therefore important to know the environmental conditions which favour spreading or reduction of woodland and the role of land reclamation and protection from grazing on the process. The purpose of the research is to investigate changes in woodland distribution and woodland coverage on farmlands near the Hekla volcano, from 1987 to 2012 and assess the various contributing factors. Woodland cover and distribution was evaluated and mapped using colour aerial photographs from the year 1987 and 2006.  The mapping and changes in woodland up to 2012 was verified in the field. The results show that woodland distribution had increased by 27% during the period. The main reasons for increased size of woodland areas are grazing control, reduced grazing pressure, land reclamation by the local landowners and the Soil Conservation Service of Iceland. Climate conditions have been very favourable during the research period and years with large birch seed production have been common. Continuing land reclamation and grazing control would lead to further increase in birch woodland distribution in the area provided that other conditions remain favourable.

Lykilorð: Birch, aerial photographs, GIS, land reclamation, climate change.

PDF     Efnisyfirlit/List of Contents