Aðalfundur 2019

Fundargerð aðalfundur 2019 Félags landfræðinga

Norræna Húsið, 11. mars 2019

Formaður bauð fólki velkomið og dreifði ársreikningi félagsins og lögum þess til fundargesta.

Síðan las hún árskýrslu fyrir hópinn . Seinasti ársfundur var haldinn þann 23. Apríl 2018 þar sem Einar Hjörleifsson og Egill Erlendsson stigu til hliðar og Sigrún og Ben voru kjörin í þeirra stað. Seinasta árið var Ingunn formaður, Esther var gjaldkeri, Þórhildur ritari og Sigrún og Ben meðstjórnendur.  Nú eru Sigrún og Esther að hætta stjórn og þeim þakkað fyrir gott samstarf. Á árin voru haldnir 3. Stjórnarfundir en helstu samskipti stjórnar fóru fram stafrænt. Stjórnin hélt hina árlegu haustráðstefnu í september,  styrkti kynningar á landfræði fjárhagslega en lét Karl Benediktsson um framkvæmd og mun kynna það síðar. Haustráðstefnan var almennt talin vel heppnuð. Titillinn á henni var „landfræði á öllum vígstöðum“ og það var ákveðið hafa erlendan fyrirlesara og gefa honum aðal fyrirlestrar plássið. 30 gestir, utan stjórnar og fyrirlesara, mættu og aukin mæting er líklegast vegna betri auglýsingar , heppilegrar tímasetningar. Stjórnin þakkar félagsmönnum fyrir samstarfið á árinu og með því lýkur kynningu á ársskýrslu.

Næsta mál var að kynna ársreikning félagsins

Ársreikningur

Árni kynnir ársreikninga en hætti við. Hagnaður félagsins jókst um 664þúsund frá því í fyrra. Það voru sömu tekjur frá haustráðstefnunni frá því í fyrra. Það voru innvextir á tékka reikningnum, sem og kostnaður vegna hans hækkaði vegna innheimtu á félagsgjöldum. Kostnaður vegna stjórnafunda var mun lægri en í fyrra. Kostnaðurinn við haustráðstefnuna lækkaði mikið vegna þess að húsnæðið var ódýrara, það var hægt að koma eigin veitingar og það þurfti ekki að kaupa veitingar frá kaffitár eins og í Þjóðminjasafninu. Annar kostnaður var 100þúsund krónum hærri í ár en í fyrra en í þeim liði var talinn kostnaður við auglýsingar, kynningar, árgjald í alþjóðasamtök landfræðinga, og pósthólfi. Hagnaður félagsins var 388.787 krónur sem var viðsnúningur frá því í fyrra sem var aðallega vegna innheimtu félagsgjalda. Eignir félagsins voru 668.920 á tékkareikning og 889.304 á sparireikningi. Hækkunin á sparir reikningi skýrast af vöxtum. Höfuðstóllin stendur í 1.169.437. Sjóðurinn stendur í 1.558.224. Reikningar eru yfir farnir og teljast í góðu lagi. Þá eru þeir bornir fyrir fundinn.

Ábending frá karli

Liðurinn Annar kostnaður er ógagnsær. Það þarf að taka sérstaklega fram kostnað kynninga og auglýsinga.

Það væri hægt að taka út kostnað landabréfsins þar sem það hefur ekki verið gefið út í nokkur ár.

Árgjaldið í alþjóðlega félagið er mikilvægt og þarf að vera sýnilegt. Það er 500USD. Fullt af fólki notfærir sér ráðstefnunnar á vegum þess og því er ekki verið að borga út í loftið. Það væri gaman að fá frekari upplýsingar um hverjir notfæra sér hlunnindin. Það er alveg sjálfsagt að vera á tánum með efnið sem myndast í þeim tengslum.

Skráðir félagar sem borga félagsgjöld eru 96 manns og  þar af 2. Nemendur sem sýnir að meiri nýliðum er þörf. Það eru ákveðnar hugmyndir um að styrkja nýliðun en 4 nemendur mættu.

Eftir þetta eru kosið um skýrslu stjórnar og kosið um ársreikninganna. Bæði voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Þá kom að breytingum í stjórn. Sigrún og Ester sögðu sig úr stjórn. Sigrún vegna þess að hún var að flytja til Svíþjóðar og ester vegna þess að hún var búin að vera lengi í stjórn og þurfti að segja sig frá stjórninni vegna anna. Susanna doktorsnemi í landfræði bauð sig fram en hún var fjarverandi. Þá kom upp spurning um stöðu með stjórnanda sem er tilnefndur af grunnnemum. Það er ekki til bóta að þau væru einhverjir hálfdrættingar. Þar sem nemar hafa ekki atkvæðarétt innan félagsins þá var umræða um hvort að meðstjórnandi nema hefði sömu réttindi. Það var vandamál en með meðstjórnanda nema þá yrði stjórnin sex manna og því gæti orðið erfit að komast að niðurstöðu.  Því þurfti að breyta lögunum til þess að gera stöðu þeirra skýrari en þar sem frestur til að senda inn lagabreytingar er liðinn þá var ákveðið að bíða með lagabreytingar þangað til á næsta ári. Það má ekki verða þannig að meðstjórnandi nema verði eitthvað punt. Þetta eru vondar aðstæður ef það koma vafamál. Því þarf stjórnin að vera í oddatölu.

Eftir það kynnti Leone sig en hann bauð sig fram í stjórn. Hann kláraði MS í landfræði árið 2017 og vinnur hjá landgræðslunni, sérstaklega í loftlagsmálum. Hann vill hafa áhrif í stjórn, styður kynningar í menntaskólum og kynna möguleika í landfræði og sýna að það eru landfræðingar út um allt.

Þá var talað um að stjórnin væri stökkpallur til áhrifa og ákveðið að kjósa í fimm manna stjórn. Leone og Susanne buðu sig fram og voru kjörin. Fulltrúar Landfræðinema tóku sér tíma til að tilnefna meðstjórnenda.

Næsta kjörmál var að Ingunn ætlaði ekki að gefa kost á sér sem formaður áfram en halda áfram í stjórn. Þórhildur bauð sig fram, en hún er búin að vera í stjórn í þrjú ár og hefur verið ritari seinasta árið. Þórhildur var kjörin formaður

Margrét bauð sig fram til þess að sjá um kynningar í menntaskólum með nemendum

Endurskoðendurnir tveir voru endurkjörnir.

Þá var komið að félagsgjöldum. Þau voru lækkuð á seinasta ársfundi, og það var ekki séð ástæða fyrir að hrófla við þeim. Því var ákveðið að halda þeim sem 3000 fyrir almenna félagsmenn og 1500 fyrir nema.

Síðan var ákveðið að kjósa Erlu sem meðstjórnanda nemanda.

Þá var hafið spjall um lagabreytingar. Það var ákveðið að breyta lögum fyrir fyrsta 1. Feb 2020 og bera þær fram á næsta ársfundi. Það þarf að skýra og skerpa ákvæði um meðstjórnenda nemenda. Gefa öllum atkvæðisrétt

Næsta mál á dagskrá var að Karl myndi kynna kynningarmál félagsins.  Kynningarmálin myndu halda áfram á sömu leið. Hann hefur haft samband við framhaldskóla og annað hvort komið í heimsókn til þeirra eða boðið þeim í heimsókn í öskju. Það jók flækjustigið að taka grunnnema með sér í kynningar. Það var haft samband við 20 hópa á mismunandi stöðum. Það voru 6 hópar í MR, 3 í MH og hópar frá FS og MS komu í heimsókn. Kynningarefnið frá því í fyrra gekk ágætlega en það þarf að uppfæra efnið reglulega. Þessi kynning er bráðnauðsynleg. Það virkaði helst að kynna fagið sem umhverfisfræði undir öðru nafni. Það var ekki búið að nota nemendur í Landfræði markvist en nú væri gott að nýta þá. Það var allur gangur á því hvernig áfangar sem voru heimsóttir voru valdir, Landfræðingar sem voru kennarar voru oft tengiliðirnir. Oft voru áfangar sem voru andlega skyldir, ss. Vistfræði, félagsfræði og umhverfisfræði, heimsóttir. Hópar voru valdir byggt á tengslaneti. Það eru 16 menntaskólar á landinu. Kynningarferlið þarf að fara lengra en höfuðborgarsvæðið. Landfræði hverfur í kynningum á sviðinu.

Annað mál er að vinna lista yfir þá sem hefðu klárað landfræði til þess að huga að nýliðun í félaginu og fá fleiri til að borga félagsgjöld. Fá meiri samgang á milli atvinnulífsins

Annað mál var vinna Ben á heimasíðu félagsins, Hann er að reyna að bjarga gamla efni síðunnar en nýja síðan mun opna á næstu vikum. Síðan Kortablaðið á Facebook er að fá mikil viðbrögð. Þau ætla að reyna að vera virkari í dreifingu á fréttum

Stjórnin mun hittast fljótlega til að skipta með sér hlutverkum og skipuleggja starf komandi árs. Og fundargerðin verður birt í tölvupósti og facebook

Síðan þakkaði stjórnin fyrir sig og fundi var slitið

Ný stjórn tók við. Þeir sem kostnir voru í stjórn félagsins á aðalfundi 2019 eru:

Formaður                                          Þórhildur Heimisdóttir

Ritari                                                   Ingunn Ósk Árnadóttir

Gjaldkeri                                            Leone Tinganelli

Meðstjórnandi                                  Ben Hennig

Meðstjórnandi                                  Susanne Möckel

Meðstjórnandi nemenda              Erla Diljá Sæmundardóttir