Aðalfundur 2011

Aðalfundur Félags Landfræðinga. 7.mars 2011 kl 17-19 í Nemaforum.

Gjaldkeri fór yfir ársreikning 2010 og hann var samþykktur. Ákveðið var að halda félagsgjöldum áfram 3000 krónur á ári, nemar borga 1500 krónur á ári, aðilar eldri en 70 ára og öryrkjar borga ekkert og eru heiðursfélagar. Bent var á að mismunur á milli eigna og sjóðs þyrfti að stemma af, og mun gjaldkeri skoða það mál.

Rætt var um heimasíðu FL. Ákveðið var að taka hana úr hýsingu hjá RHI, þar sem það hefur ekki gefið góða raun. Samþykkt var að kaupa hönnun á heimasíðuna, sama hönnun gæti verið notuð á Landabréfið. Kári Gunnarsson tekur að sér að skoða vistun fyrir heimasíðu FL og að fá samræmda hönnun fyrir bæði heimasíðuna og Landabréfið.

Edward Huijbens sagði frá því að gefið verður út sérhefti Landabréfsins með erindum frá ráðstefnunni Without Destination sem haldin var í Janúar í Hafnarhúsinu.

Kári Gunnarsson sagði frá félagi framhaldsnema í land og ferðamálafræði sem er kallað Flóki. Rætt var um að styrkja bönd milli FL og Flóka. Fram kom tillaga um aukaaðild fyrir meðlimi Flóka en fundarmönnum fannst betra að útfæra þetta sem samstarf, þar sem nemendur borga hvort eð er aðeins hluta af árgjaldi. Stjórn FL var valið að skoða hvernig Flóki og FL geti starfað saman.

Formaður kynnti skýrslu stjórnar. Hún var samþykkt.

Kjör stjórnar fór fram. Edward Huibens, Björn Traustason og Stefanía G. Halldórsdóttir ganga úr stjórn. Elín Vignisdóttir heldur áfram sem gjaldkeri og Hulda Axelsdóttir sem ritari. Þau voru kosin í stjórn: Ása Margrét Einarsdóttir, Kári Gunnarsson og Fanney Ósk Gísladóttir. En Fanney Ósk jafnframt kosin formaður.

Endurskoðendur voru endurkjörnir.

Rætt var um starfið framundan og notkun á fjármunum. FL á sjóð og var rætt um að nota þann sjóð til þessa ð veita bókaverðlaund fyrir besta B.Sc lokaverkefnið í landafræði. Stjórn var falið að setja verklagsreglur um þetta og finna aðila innan háskólans sem færi yfir verkefnin með stjórn. Verðlaunin væru afhent á Vorþingi fyrir árið áður.

Rætt var um næsta Vorþing. Tillaga kom fram um að athuga hvort hægt væri að halda það með 100 ára afmæli HÍ í lok apríl. Ákveðið var að þemað væri Ný náttúruverndarlög út frá Landnotkunar sjónarmiði.

Rætt var um tengilið við íðorðasafn. Sá tengiliður kæmi jafnvel úr stjórn. Þann 14.mars er fundur í íðorðanefnd og var ákveðið að stjórn FL ákveði hver tæki það að sér að fara á þann fund.

Fráfarandi formaður og stjórnamenn þökkuðu farsælt samstarf og óska arftökum velfarnaðar í starfi.