Félag landfræðinga
Aðalfundur Félags landfræðinga 2016 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Stjórn   
Þriðjudagur, 12. apríl 2016 21:49

Boðað hefur verið til aðalfundar Félags landfræðinga föstudaginn 29. apríl næstkomandi (Athugið að dagsetningu var breytt).


Hann verður til húsa í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík og hefst hann kl 12:00.

 

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Dagskrá fundarins er:

a)    Skýrsla stjórnar.

b)    Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins.

c)    Kosning stjórnar og kosning formanns.

d)   Kosning endurskoðenda.

e)   Þrjátíu ára afmæli Félags landfræðinga

f)    Önnur mál.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

 

Kær kveðja,

Stjórn Félags landfræðinga.

Síðast uppfært: Föstudagur, 15. apríl 2016 16:05
 
Óbreytt staðsetning ráðstefnu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Þórhildur Önnudóttir   
Miðvikudagur, 28. október 2015 09:24

Kæru landfræðingar

 

Það gleður okkur að geta tilkynnt að verkfalli hefur verið aflýst eftir að samningar náðust í morgun og helst staðsetning ráðstefnunnar því óbreytt.

 

Við viljum enn og aftur hvetja alla sem luma á veggspjöldum að koma með þau og taka þátt í veggspjaldasamkeppninni þar sem þau verða til sýnis á milli fyrirlestra. Þau eru ekki eins bundin af þema ráðstefnunnar, heldur eru þau ætluð að veita okkur innsýn í breið viðfangsefni landfræðinnar. Við biðjum áhugasama að senda stutt ágrip um veggspjaldið sitt á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. í síðasta lagi fimmtudaginn 29. október.

 

Með von um jákvæðar undirtektir

Stjórn Félags landfræðinga

 
Haustráðstefna Félags landfræðinga Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Stjórn   
Miðvikudagur, 07. október 2015 10:24

Kæru landfræðingar, haustráðstefna Félags landfræðinga verður haldin föstudaginn 30. október 2015 næstkomandi kl.13:00 í Öskju náttúrufræðibyggingu Háskóla Íslands. Þema ráðstefnunnar er að þessu sinni flæði, í víðasta skilningi orðsins;

 

flæði vatns,

flæði jökla,

flæði hrauna,

flæði fólks,

flæði samgangna,

flæði-rit.

 

Dæmin hér að ofan eru ekki fastmótuð og er það von okkar í stjórn Félags landfræðinga að þemað nái að vekja áhuga þvert yfir fræðasvið landfræðinnar. Við vonum að fróðleikurinn flæði og að flæði verði í raun æði!

 

Óskað er eftir fyrirlesurum

Við auglýsum hér með eftir erindum sem tengjast flæði. Fyrirlestrartími er áætlaður um 15-20 mínútur. Áhugasamir eru beðnir um að senda okkur stutta lýsingu á því sem þeir hafa fram að færa. Okkur í stjórn Félags landfræðinga langar að fá sem flesta landfræðinga til að kynna viðfangsefni sín og/eða hugðarefni.

 

Óskað er eftir veggspjöldum

Eins og undanfarin ár er óskað eftir veggspjöldum í veggspjalda samkeppni sem verða til sýnis á milli fyrirlestra. Veggspjöldin eru ekki eins bundin af þemanu. Þau hafa hingað til veitt mikilvæga innsýn í breið viðfangsefni landfræðinga.

 

Samþykkt var að hafa óbreytt þátttökugjald í ár, sem greiðist við inngang;

3000 kr. fyrir félagsmenn,

1500 kr. fyrir nema.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta!

 
Skráning á haustráðstefnu Félags landfræðinga er hafin Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Þórhildur Önnudóttir   
Þriðjudagur, 27. október 2015 09:42

Líkt og áður hefur komið fram verður haustráðstefna félagsins haldin næsta föstudag kl. 13:00 í stofu 132 í Öskju náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík. Ef ekki nást samningar hjá SFR er viðbúið að umsjónarmenn fasteigna í Öskju verði í miðjum verkfallsaðgerðum sem myndi þýða að fyrirlestrarsalurinn okkar verður læstur. Við í stjórn erum bjartsýn á að samningar náist og viljum ekki færa ráðstefnuna af fyrr en þess reynist þörf. Breytingar verða tilkynntar með tölvupósti til þeirra sem skrá sig fyrir fimmtudag, annars hvetjum við alla til að fylgjast með framvindu mála hér á heimasíðu félagsins.

 

Skráning á ráðstefnuna fer fram hér.

 

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er flæði, í víðasta skilningi, líkt og sjá má á efni fyrirlesara hér að neðan:

 


 

Bjarni Reynarsson

- Frá Catal Huyak til Reykjavíkur: Saga borga í 5000 ár.

 

Friðþór Sófus Sigurmundsson

- Jökulvatnsflæði í Suðursveit

 

Ívar Örn Bendiktsson

- Múlajökull - einstök landmótun og áhrif á Þjórsárver

 

Edda R.H. Waage og Karl Benediktsson

- "Hið salta sjóarvatn": Upplifun á náttúrunni um borð í íslenskum frystitogara.

 


 

 

Einnig hvetjum við alla til að koma með veggspjöld í veggspjalda samkeppni sem verða til sýnis á milli fyrirlestra.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 28. október 2015 09:52
 
Joomla templates by a4joomla